STOKKA

STOKKA starfar á sviði markþjálfunar, ráðgjafar og verkefnastjórnunar. Starfsemin er byggð á áralangri reynslu af ráðgjöf, fjölbreyttum verkefnum og þekkingu á verkefnastjórnun. Þá eru aðferðir markþjálfunar nýttar í ráðgjöf og verkefnastjórnun eftir því sem við á. Megináherslan er alltaf á að finna þær lausnir sem henta viðskiptavininum og fela í sér farsæla niðurstöðu fyrir hann.

Oft er talað um að stokka upp þegar ætlunin er að skipa einhverju á nýjan og betri hátt. Það lýsir starfi STOKKU vel því til að ná bættum árangri þarf gjarnan að hugsa hlutina upp á nýtt og skapa farveg fyrir breytingar.


Þóra Björg Jónsdóttir

Þóra Björg II.jpg

Stofnandi og eigandi STOKKU er Þóra Björg Jónsdóttir. Hún lauk námi í stjórnendamarkþjálfun (Executive Coaching) frá Opna háskólanum í Háskólanum í Reykjavík og Coach University árið 2018. Sama ár hlaut hún IPMA D stigs vottun verkefnastjóra. Þóra er einnig lögfræðingur en hún lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2005 og aflaði sér í kjölfarið lögmannsréttinda.

Þóra býr yfir meira en 10 ára reynslu af störfum innan stjórnsýslunnar, á lögmannsstofu og hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Í störfum sínum hefur hún meðal annars veitt einstaklingum, fyrirtækjum, sveitarfélögum og stofnunum ráðgjöf. Einnig hefur Þóra bæði haft umsjón með og tekið þátt í fjölbreyttum verkefnum, meðal annars í starfsemi sveitarfélaga og samstarfsverkefnum ríkis og sveitarfélaga.

Þóra er aðili að International Coach Federation (ICF), alþjóðlegum samtökum markþjálfa, auk þess að vera félagi í ICF Iceland sem er fagfélag þeirra sem lokið hafa viðurkenndu markþjálfanámi og starfa við markþjálfun á Íslandi.

Netfang Þóru er thora@stokka.is og sími 861-6243.


Samfélagsábyrgð

STOKKA starfar með ábyrgum hætti og leggur áherslu á að starfsemi fyrirtækisins hafi jákvæð áhrif á samfélagið í heild. Þrjár stoðir samfélagsábyrgðar STOKKU eru eftirfarandi:

20180804_151152.jpg

I. Virðing fyrir fólki
STOKKA hugar að því hvernig starfsemin getur haft jákvæð áhrif á annað fólk og stuðlað að jöfnum tækifærum, óháð kyni eða þjóðerni.

II. Virðing fyrir umhverfinu
STOKKA velur umhverfisvæna kosti fram yfir aðra eins og frekast er unnt.

III. Virðing fyrir efnahagslegum þáttum
STOKKA fylgir gildandi lögum og reglum og hefur að leiðarljósi að sýna ábyrgð gagnvart samfélaginu.

STOKKA hefur jafnframt hliðsjón af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og styður við þau í starfsemi sinni.