42874287_230867111120659_7763126548269367296_n.jpg

Ráðgjöf

STOKKA veitir fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum ráðgjöf sem lýtur meðal annars að:

  • Tímastjórnun, þar á meðal fyrirkomulagi funda

  • Hagnýtingu aðferða markþjálfunar við stjórnun mannauðs

  • Forgangsröðun fyrirhugaðra verkefna

  • Skipulagi starfa og starfslýsingum

  • Skipulagi og skilvirkni að öðru leyti

Jákvæð áhrif þess að bæta skipulag og samskipti og auka skilvirkni eru margvísleg fyrir starfsemina sjálfa, starfsfólk og viðskiptavini.

Áskoranirnar eru ólíkar og þess vegna er lögð áhersla á að finna þá leið sem hentar hverju sinni. Við förum saman yfir núverandi stöðu og greinum tækifæri til þess að gera gott enn betra.


Verkefnastjórnun

Mikilvægt er að skilgreina vel í upphafi hvaða markmiðum skuli náð með framkvæmd fyrirhugaðra verkefna og forgangsraða með hliðsjón af því.
Þannig er betur farið með tíma og aðföng og þar með fjármuni.

Verkefnastjóri veitir aðhald og heldur utan um verkefnið. Í því felst meðal
annars að fylgja því eftir að tímaáætlanir séu virtar, kostnaðarþættir séu
vaktaðir og lokaafurðin líti dagsins ljós innan tímarammans. Þau verkfæri
sem notuð eru í verkefnastjórnun eru fjölmörg.

20180810_140212.jpg

Í fyrsta lagi þarf að skoða hvaða aðferðum á að beita til þess að skilgreina verkefnið. Þar má nefna markmið, umfang, tíma, gæði, kostnað, áhættu og tækifæri. Í öðru lagi er ekki síður mikilvægt að horfa til aðferða sem nýtast til að styðja við einstaklinga og teymi á verkefnistímanum, þar á meðal til að takast á við þær áskoranir sem koma upp. Eitt mikilvægasta hlutverk verkefnastjóra er að stuðla að góðri samvinnu þeirra aðila sem koma að verkefninu svo nálgunin verði lausna- og árangursmiðuð.

Það er mismunandi eftir eðli verkefna hvaða leiðir henta best. Við ræðum saman og finnum lausnir svo verkefnið þitt fái þá umgjörð sem hæfir því.