Hvað er markþjálfun?

shutterstock_647829571.jpg

Aðferð til að hraða leiðinni að settu marki. Markþjálfun nýtur vaxandi vinsælda vegna þess að hún byggist á aðferðum sem gera fólki kleift að ná miklum árangri. Gott samstarf markþjálfa og viðskiptavinar getur haft margvísleg jákvæð áhrif og aukið velgengni í lífi og starfi.

Markþjálfun byggist á trúnaðarsambandi markþjálfa og viðskiptavinar. Unnið er með ákveðið viðfangsefni eða markmið í skipulögðu ferli sem markþjálfinn heldur utan um. Markþjálfun er ekki ráðgjöf heldur snýst hún um aðferðir til að aðstoða viðskiptavininn við að greina þá þætti sem eru mikilvægastir fyrir hann og geta stuðlað að velgengni hans.

Undirstaðan er virk hlustun markþjálfa og hnitmiðaðar spurningar. Þegar markmiðin eru skýr er hægt að móta leiðir í átt að þeim. Samhliða er farið yfir tækifæri til að yfirvinna hindranir sem eru þegar til staðar eða gætu komið upp síðar. Forgangsröðun, skuldbinding, eftirfylgni og endurmat eru mikilvægir þættir svo væntur árangur náist í þjálfuninni.

Grunnur að farsælu samstarfi í markþjálfun er fyrst og fremst traust. Markþjálfun STOKKU lýtur siðareglum International Coach Federation (ICF), sem eru alþjóðleg samtök markþjálfa, og er þeim fylgt að öllu leyti.  


Hvernig fer markþjálfun fram?

Þegar markþjálfi og viðskiptavinur eiga samtal er farið yfir stöðu mála og framvindu frá síðasta fundi þeirra. Árangur er metinn og rætt hvernig haldið skuli áfram í átt að settu marki.

Markmiðið er ávallt að mæta þörfum viðskiptavinarins varðandi fyrirkomulag þjálfunarinnar en þar eru ýmsar leiðir færar.


Hvernig nýtist markþjálfun?

shutterstock_130192370 (1024x817).jpg

Markþjálfun er góður kostur til að:

 • Efla stjórnendur og sérfræðinga á vinnustöðum

 • Samstilla teymi og aðstoða þau við að ná markmiðum sínum­

 • ­Vinna að persónulegum markmiðum

 • Koma auga á eigin styrkleika og læra að nýta þá til fulls

 • Auka jafnvægi milli vinnu og einkalífs

 • Bæta tímastjórnun 

 • Innleiða breytingar    


Hver eru
viðfangsefnin?

Dæmi um viðfangsefni:

 • Jafnvægi milli vinnu og einkalífs

 • Tekist á við breytingar í lífi eða starfi

 • Mikilvægar ákvarðanir

 • Bætt samskipti

 • Framtíðarsýn varðandi starfsferil og starfsþróun

 • Markmiðasetning í atvinnurekstri

 
 • Aukin velgengni í starfi

 • ­Bætt tímastjórnun     

 • Tekið við nýju starfi

 • Dregið úr streitu

 • Aukið sjálfstraust


Fyrir hverja?

Stjórnendur, sérfræðinga og aðra sem vilja ná bættum árangri. Markþjálfun hentar öllum sem eru reiðubúnir að fara nýjar leiðir til að auka velgengni í lífi og starfi.