Stjórnendur eru í dag meðvitaðir um mikilvægi þess að fleiri raddir fái að heyrast við ákvarðanatöku og áhersla á vinnu þvert á svið og deildir hefur aukist. Breyttu fyrirkomulagi og hröðum breytingum í samfélaginu fylgja hins vegar nýjar áskoranir sem bregðast þarf við.


Hvað er LMI þjálfun?

Leadership Management International Inc. (LMI) er bandarískt fyrirtæki sem hefur í meira en hálfa öld sérhæft sig í metnaðarfullu þjálfunarefni til að efla einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir: Developing Leaders and Organizations to Their Full Potential™ 

Sjálfstætt starfandi ráðgjafar sem lokið hafa þjálfun hjá LMI hafa öðlast leyfi til að nota þjálfunarefnið sem hefur verið þýtt á yfir 30 tungumál og er notað í fleiri en 80 löndum.


Hvaða þjálfunarleiðir
eru í boði?

LMI býður ýmsar þjálfunarleiðir en tvær þeirra eru nú í boði hjá STOKKU:

  • Árangur í starfi (Effective Personal Productivity®)

Markhópur: Hentar breiðum hópi sérfræðinga og stjórnenda sem vilja efla sig í starfi. Umfjöllunarefnið er meðal annars framleiðni, tímastjórnun, forgangsröðun og samskiptafærni.   

  • Árangursrík stjórnun (Effective Leadership Development®)

Markhópur: Framkvæmdastjórar, millistjórnendur og verkefnastjórar. Miðar bæði að því að efla þátttakandann persónulega og í stjórnendahlutverkinu þar sem sérstök áhersla  er á mannauðsstjórnun.


Hvernig fer þjálfunin fram?

Þjálfunarleiðirnar byggjast á fræðsluefni, verkefnavinnu og fundum með þjálfara svo auðvelt er að tileinka sér efnið og nýta það strax í starfi. Þjálfunartímabilið er fimm til átta mánuðir en það fer bæði eftir þeirri þjálfunarleið sem er valin og hversu hratt þátttakandinn og þjálfarinn sammælast um að fara yfir efnið.


Hver er sérstaða LMI þjálfunarinnar?

Megináherslan í LMI þjálfun er á að fara frá orðum til athafna. Samstarf þátttakandans og þjálfarans styður við að tímanum sé varið í það sem skiptir þátttakandann mestu máli og hann sér því fljótt árangur af þjálfuninni.


Viltu bóka kynningarfund?

Ef þú hefur áhuga á nánari upplýsingum eða vilt bóka kynningarfund um LMI þjálfunina hvet ég þig til að senda línu á netfangið thora@stokka.is.